25.9.2010 | 14:12
Komnar til útlanda..
Þá erum við komnar til Arhus til Þórdísar en en þar skiljum við Hrafnhildi (mömmu) eftir og yngjum upp og fáum Mikkó í staðinn.
Keyrðum frá Esjberg til Arhus sem tók okkur ca 1 og hálfan tíma og gekk allt eins og í sögu. Í kvöld eða fyrramálið leggjum við svo í hann til Amsterdam. Skelli hér inn nokkrum myndum frá norrænu og Færeyjum. Los Hippos fóru í land þar, en Mama varð eftir í ferjunni.
Þetta er gott, þangað til næst !
Kv. Los Hippos.
Athugasemdir
hæ hæ þið hljótið að vera komnar lengra en til Danmerkur núna, það er komin 3 okt. og ekkert er vitað um ferðir ykkar frá því þið komuð til Arhus þann 25. sept. þetta er jú hipp-trip en það er spurning hvort maður þurfi að fara að hafa áhyggjur af ykkur?? Og hvar er hún Hrafnhildur mín, er hún ennþá í Danmörku ?? Látið nú vita af ykkur, mar situr hér heima og fylgist með .... engu .... !!!!!!!
Kveðja
Rebekka (hennar Hrafnhildar).
Rebekka (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.